tisa: Hvaða maður er þetta?

mánudagur, desember 19, 2005

Hvaða maður er þetta?

"Er hann dauður?"
Karlinn potaði í mannveruna semm lá þarna hreyfingalaus. Konurnar tvær stóðu hjá áhyggjufullar.
Maðurinn beygði sig niður og hristi manninn sem lá þarna. Önnur konan hvarf inn og kom skömmu seinna út með einn starfsmann, unga konu. Hún beygði sig líka niður og leit á manninn.
Unga konan fór aftur inn og eftir stutta stund kom lögreglan æðandi með sírenurnar á fullu. Lögreglumennirnir tveir stukku út úr bílnum og hlupu að manninum. Fólkið sem stóð yfir manninum hvarf aftur inn og lögregluþjónunum tókst að vekja manninn. Þeir spjölluðu léttilega við hann og fóru svo með hann.

Svo heldur fólk því fram að það gerist aldrei neitt spennandi á �slandi. Þetta var nú alveg svaka löggu-action þarna fyrir utan Sólon.
Rosalegt!


Frumskógur Fífuselsins hefur verið ruðinn, en ég tel það líklegt að annar skógur muni vaxa og dafna innan skamms.
It always does.

Farin að knúsa iPoddinn minn.

Og rólegan æsing með ævisögurnar lömbin góð. Hvar er jólaandinn?

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 17:36

3 comments